Átta ár innan hafta er átta árum of mikið

Í þingsalnum. Fulltrúar flokkanna töluðu í þremur umferðum við eldhúsdagsumræðurnar …
Í þingsalnum. Fulltrúar flokkanna töluðu í þremur umferðum við eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. mbl.is/Styrmir Kari

For­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna á þingi eru komn­ir í kosn­inga­ham. Í eld­hús­dagsum­ræðum á Alþingi í gær­kvöldi rifjuðu for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þing­menn stjórn­ar­flokk­anna upp þau góðu verk sem rík­is­stjórn­in hefði komið í höfn á kjör­tíma­bil­inu og væri að vinna og sögðu frá sýn sinni á framtíðina.

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna og þing­menn þeirra gagn­rýndu aft­ur á móti stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mörg­um mál­um og tengsl for­ystu­manna við af­l­ands­fé­lög, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um eld­hús­dagsum­ræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra rifjaði upp skulda­leiðrétt­ing­una. „Á sama tíma og skuld­ir al­menn­ings hafa lækkað hef­ur kaup­mátt­ur auk­ist um fjórðung á þess­um þrem­ur árum og hef­ur aldrei mælst meiri. Staða rík­is­sjóðs hef­ur stór­lega batnað, ekki síst vegna vel heppnaðrar áætl­un­ar stjórn­valda um af­nám hafta og hvernig tekið var á þrota­bú­um hinna föllnu banka. Verðbólg­an er inn­an vik­marka Seðlabanka Íslands og at­vinnu­leysi er hverf­andi,“ sagði ráðherra.

Sig­urður Ingi sagði að gjald­eyr­is­höft­in hafi verið stærsta ein­staka málið sem hangið hafi yfir hausa­mót­um þing­manna þegar ný rík­is­stjórn var mynduð. Nú hilli und­ir að hægt verði að aflétta þeim. „Gangi áætlan­ir eft­ir verða höft horf­in áður en árið er úti. Hefði verið tek­in sú ákvörðun að ganga til kosn­inga í vor hefði af­nám hafta getað taf­ist um allt að tvö ár. Ég tel að flest­ir sann­gjarn­ir menn sjái að slíkt var ein­fald­lega ekki hægt að bjóða þjóðinni. Átta ár inn­an fjár­magns­hafta er átta árum of mikið í nú­tíma­sam­fé­lagi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert