70 prósent vilja kosningar í haust

Mikill meirihluti vill að kosið verði í haust, samkvæmt könnuninni.
Mikill meirihluti vill að kosið verði í haust, samkvæmt könnuninni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjötíu prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vilja að alþingiskosningar verði í haust frekar en næsta vor.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa báðir talað um að kosningar verði haldnar í haust.

Í skoðanakönnuninni kemur fram að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent í vor, 12 prósent vita ekki hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki gefa upp svar.  Þegar aðeins eru skoðuð svör þeirra sem taka afstöðu kemur í ljós að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor, samkvæmt Fréttablaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert