Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í næstu kosningum.
Þetta staðfesti Vilhjálmur í samtali við mbl.is, en áður hafði hann svarað fyrirspurnum fjölmiðla á þann veg að hann væri óákveðinn um hvort hann byði sig fram að nýju.
„Já, ég ætla fram í haust. Hvort ég verð svo kosinn veltur svo auðvitað á því hvort það verður einhver eftirspurn eftir mér,“ sagði Vilhjálmur.
Vilhjálmur var kjörinn á þing í síðustu alþingiskosningum, í apríl 2013. Hann er 9. þingmaður Suðvesturkjördæmis.