Lilja ætlar ekki fram gegn Sigmundi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir utanríkiráðherra mun ekki bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Frá þessu greindi hún í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í þættinum sagði hún það ekki koma til greina að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Hún gerir ráð fyrir að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst þar sem ákveðið verður hvort landsfundur verði haldinn hjá flokknum. Hún sagði Sigmund vera að tala við flokksmenn um allt land um þessar mundir og telur að þau samtöl gangi vel fyrir sig.

Spurð hvort hún ætli í framboð í komandi þingkosningum sagðist hún ekki vera búin að taka ákvörðun um neitt slíkt, hún ætli að ræða það í sameiningu við fjölskylduna áður en hún tjáir sig um hugsanlegt framboð opinberlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert