Bjarni segir að kosið verði í haust

Frá Bessastöðum í dag.
Frá Bessastöðum í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ist ekki sjá neitt sem geti komið í veg fyr­ir að kosn­ing­ar verði í haust.

„Þegar við end­ur­nýjuðum sam­starf flokk­anna í vor þá urðu breyt­ing­ar í rík­is­stjórn­inni og við boðuðum á sama tíma að við ætluðum að ljúka ákveðnum verk­efn­um og síðan ganga til kosn­inga. Ég sé ekki að neitt hafi breyst í þeim efn­um og sé í sjálfu sér ekk­ert sem ætti að koma í veg fyr­ir það að við get­um kosið seint í októ­ber, sem er dag­setn­ing sem nefnd hef­ur verið oft í þessu sam­bandi,“ sagði Bjarni er hann mætti á rík­is­ráðsfund á Bessa­stöðum.

Vill ekki hringlanda­hátt

Spurður hvort um­mæli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að óvíst sé hvort kosn­ing­ar fari fram í haust, séu ekki á skjön við það sem hann og aðrir úr rík­is­stjórn­inni hafi sagt að und­an­förnu, seg­ist hann ekki vilja dæma um það.

„En mér finnst það skipta máli eft­ir at­b­urði vors­ins að ekki sé mik­ill hringlanda­hátt­ur með þessa hluti. Ég hef lagt á það áherslu að við stönd­um við það sem sagt hef­ur verið um þessi efni. En á sama tíma að það sé starfs­friður á Alþingi og við náum að ljúka mik­il­væg­um verk­efn­um og það gekk vel í vor. Nú erum við að fara að hefja þing­störf­in að nýju um miðjan ág­úst og það er mjög mikið und­ir að það verði fram­gang­ur í þing­störf­un­um á þeim dög­um sem þá ganga í garð," sagði Bjarni. 

Hann seg­ir eng­an efa sín­um huga að kosið verði í haust. „Ég veit ekki hversu oft ég á að svara þess­ari spurn­ingu þannig að menn heyri það sem ég er að segja. Þetta stjórn­ar­sam­starf var end­ur­nýjað á þess­um for­send­um og það hafa eng­ar for­send­ur breyst.“

Sjón­ar­horn Sig­mund­ar ekk­ert nýtt

Spurður hvort um­mæli Sig­mund­ar Davíðs hafi komið hon­um á óvart, sagði hann: „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt fyr­ir mér að hann tefli fram þessu sjón­ar­horni. Það má segja að það séu gild rök fyr­ir því að rík­is­stjórn­in eigi að starfa út kjör­tíma­bilið en það komu upp aðstæður og við brugðumst við því með þess­um hætti," sagði hann. 

„Þetta hef­ur gerst áður. Þetta gerðist á kjör­tíma­bil­inu 2007-2009. Á miðju kjör­tíma­bili sögðu menn að gerst höfðu at­b­urðir þar sem ekki væri annað hægt en að ganga að kjör­borðinu og mig minn­ir að það hafi verið með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks­ins á þeim tíma."

Gengið bet­ur en hann þorði að vona

Bjarni seg­ir að af­skap­lega vel hafi gengið að fylgja eft­ir helstu mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, bet­ur en hann þorði að vona. „Okk­ur hef­ur tek­ist að tryggja auk­inn stöðug­leika, at­vinnu­leysi hef­ur verið mjög lágt, við höf­um tekið á skulda­vanda heim­il­anna þannig að eft­ir er tekið og rík­is­sjóður stend­ur eft­ir mun sterk­ari. Núna er tími til að líta upp, horfa til lengri tíma og gera áætlan­ir, til dæm­is í rík­is­fjár­mál­um, um það hvernig við ætl­um að nýta þessa betri stöðu til að byggja betra Ísland fyr­ir framtíðina.“

Aflétt­ing hafta og mál­efni heim­il­anna

Hann vildi ekk­ert tjá sig um hvort mál á borð við verðtrygg­ing­una og sam­fé­lags­banka séu á leið í þingið í ág­úst. „Framund­an á haustþing­inu er að ljúka mál­um sem eru langt kom­in. Við ætl­um líka að af­greiða aflétt­ingu hafta. Við höf­um boðað að mál­efni heim­il­anna, þ.e. leiðir til að fram­lengja sér­eign­ar­sparnaðarleiðinni, mögu­lega með því að koma með frek­ari út­færslu á því, verði mál­in sem verði lögð fyr­ir," sagði Bjarni.

Kjör­dag­ur ákveðinn sem fyrst 

Hann tel­ur best að kjör­dag­ur verði ákveðinn sem fyrst.  „Ég vil að það sé stjórn­festa í þessu landi. Ég kann ekki að meta að menn séu að láta það í lausu lofti liggja um langt skeið hvenær gengið verði að kjör­borðinu.“

Bætti hann við að stefnt sé á próf­kjör inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins í byrj­un sept­em­ber.

Spurður hvort grund­vall­aragárein­ing­ur sé ekki á milli hans og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sem tel­ur frá­leitt að ákveða kjör­dag strax, sagðist Bjarni ætla að leyfa öðrum að dæma um það.

„Við erum sam­mála um að þingið hef­ur ekki lokið sín­um verk­efn­um og það get­ur haft áhrif á það hversu lengi þingið sit­ur hvernig starfs­friður­inn verður á þing­inu. Það breyt­ir því ekki að við þurf­um að festa þessa hluti sem fyrst. Ég tel ekk­ert hafa breyst í nein­um for­send­um sem á að hafa áhrif á þetta.“

Ætlarðu að ræða við Sig­mund Davíð á næst­unni?„Það get­ur vel verið. Það er kannski orðið tíma­bært.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert