Opinn fundur Pírata á American Bar

Frá opnum fundi Pírata á American Bar við Austurvöll.
Frá opnum fundi Pírata á American Bar við Austurvöll. mbl.is/Freyja Gylfa

Op­inn kynn­ing­ar­fund­ur með fram­bjóðend­um til próf­kjörs Pírata fór fram á American Bar við Aust­ur­völl í kvöld. Þar gafst kjós­end­um auk gesta og gang­andi færi á að hitta fram­bjóðend­ur úr þrem­ur kjör­dæm­um, Reykja­vík norður, Reykja­vík suður og Suðvest­ur­kjör­dæmi.

mbl.is/​Freyja Gylfa

Fram­bjóðend­ur í þess­um kjör­dæm­um eru rúm­lega hundrað tals­ins en á fund­in­um í kvöld var eng­in form­leg dag­skrá eða skipu­lögð ræðuhöld. „Í kvöld spjöll­um við bara, maður við mann og höf­um gam­an sam­an,“ seg­ir Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, í sam­tali við mbl.is en kjós­end­ur voru hvatt­ir til að nýta tæki­færið og spyrja fram­bjóðend­ur krefj­andi spurn­inga.

Sam­bæri­leg­ir fund­ir fóru fram fyrr í vik­unni í Gafl­ara­leik­hús­inu í Hafnar­f­irði og höfuðstöðvum Pírata, Tort­uga, að Fiskislóð 31 og seg­ir Sig­ríður Bylgja fund­ina hafa verið vel sótta.

Frétt mbl.is: Óhefðbundið próf­kjör Pírata

mbl.is/​Freyja Gylfa
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert