Stjórnarandstaðan fengi vopn í hendurnar

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Gunn­ar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að það væri al­gjört glapræði að nefna dag­setn­ingu á kosn­ing­um. Þá myndi stjórn­ar­andstaðan fá vopn í hend­urn­ar og gæti stöðvað mál með málþófi. Gunn­ar Bragi var gest­ur Morg­unút­varps­ins á Rás 2.

„Við skul­um al­veg hafa það á hreinu að um leið og dag­setn­ing verður kom­in þá er stjórn­ar­andstaðan kom­in með ákveðið vopn í hend­urn­ar, þá get­ur hún tekið þingið í gísl­ingu og ráðið því ná­kvæm­lega hvaða mál fara í gegn­um þingið,“ seg­ir Gunn­ar Bragi og bæt­ir við: „Hún get­ur stýrt dag­skránni í raun­inni með málþófi eða kröf­um. Það er ástæðan fyr­ir því að það er ekki hægt að nefna dag­setn­ingu fyr­ir fram.

Ef stjórn­ar­andstaðan er til­bú­in að hleypa í mál­un­um í gegn sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á, ég vil meina að þetta séu kannski fá um­deild mál þar inni, þá er hægt að nefna dag­setn­ingu en stjórn­ar­andstaðan hef­ur ekki verið til­bú­in til þess að gera þetta með þess­um hætti og þess vegna ligg­ur ekki dag­setn­ing fyr­ir. Það er al­gjört glapræði upp á störf þings­ins og fyr­ir rík­is­stjórn­ina, sem ætl­ar að ná ákveðnum mál­um í gegn að nefna dag­setn­ingu fyr­ir fram,“ seg­ir á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka