Stefnir á forystusæti

Guðlaugur Þór Þórðarsson.
Guðlaugur Þór Þórðarsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, ætl­ar að gefa kost á sér í fyr­ir­huguðu próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við mbl.is. Aðspurður hvaða sæti hann setji stefn­una á seg­ist hann stefna á for­yst­u­sæti.

Próf­kjörið fer fram 3. sept­em­ber en sam­eig­in­legt próf­kjör er haldið eins og áður fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in tvö, norður og suður. Efstu sæti fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir síðustu þing­kosn­ing­ar 2013 voru skipuð af Ill­uga Gunn­ars­syni og Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur en Hanna Birna hef­ur lýst því yfir að hún ætli ekki að fara aft­ur í fram­boð.

Guðlaug­ur var í fimmta sæti fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert