Samfylkingin eygir sóknarfæri

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Tæp sjötíu prósent kjósenda telja að ekki komi til greina að kjósa Samfylkinguna ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir flokkinn. Hins vegar telja 8,4% það koma sterklega til greina og rúm 22% að þau gætu kannski gert það.

Samfylkingin hefur verið að mælast með í kringum 8% fylgi í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Flokkurinn túlkar könnunina nú sem svo að mikil sóknarfæri séu fyrir flokkinn samkvæmt umfjöllun um hana á vefsíðu hans.

Þar segir að þrátt fyrir fylgismælingar undangenginna mánaða séu fjölmargir tilbúnir að skoða þann möguleika að kjósa Samfylkinguna. Samtals telji yfir 30% að það komi til greina. „Það sýnir að sóknarfæri Samfylkingarinnar fyrir kosningar eru því fjölmörg.“

Skoðanakönnunin var gerð 26. júlí-8. ágúst. Úrtakið var 1.441 manns á öllu landinu og var svarhlutfallið 59,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert