Sema sækist eftir öðru sæti í Kraganum

Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar.

Sema Erla Ser­d­ar, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi og fyrr­ver­andi formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar – Jafnaðarmanna­flokks Íslands, sæk­ist eft­ir 2. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi vegna kom­andi Alþing­kosn­inga.

Sema Erla er 29 ára stjórn­mála­fræðing­ur með meist­ara­gráðu í Evr­ópu­fræðum og Evr­ópu­rétti frá Ed­in­borg­ar­há­skóla. Hún er í dag formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi og sit­ur í Jafn­rétt­is- og mann­rétt­indaráði Kópa­vogs­bæj­ar. Sema Erla sat í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins frá 2013 - 2016 auk þess sem hún var í stjórn Kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árin 2013 - 2015, formaður lands­fund­ar­nefnd­ar flokks­ins 2014 – 2015 og alþjóðafull­trúi Ungra jafnaðarmanna á ár­un­um 2008 – 2010.

„Íslenskt sam­fé­lag er í stöðugri þró­un. Breytt sam­fé­lag þýðir breytt­ar áhersl­ur. Nýir tím­ar þýð­ir nýj­ar áskor­an­ir. Kraf­an um ný stjórn­mál og ný vinnu­brögð hef­ur aldrei verið há­vær­ari og hún hef­ur sjald­an ver­ið rétt­mæt­ari. Á sama tíma og kallað er eft­ir nýj­um stjórn­mál­um og nýj­um vinnu­brögðum hef­ur kraf­an um sterk­an jafnaðarmanna­flokk sjald­an verið jafn há­vær og nú og því er mik­il­vægt að hreyf­ing jafnaðarmanna svari þess­um kröf­um og mæti sterk til leiks í kom­andi kosn­ing­um svo hún kom­ist í stöðu til þess að tryggja Íslend­ing­um betra og jafn­ara sam­fé­lag, laust við sér­hags­muna­öfl, spill­ingu, auðvald­spóli­tík og mis­mun­un. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hrein­lega meira skilið en það sam­fé­lag óstöðug­leika, ójöfnuðar og órétt­læt­is sem við búum nú í.

Áhersl­an hef­ur í alltof lang­an tíma verið á kol­ranga hluti. Sér­hags­muna­öfl­in og auð­vald­ið hafa alltof lengi ráðið för í sam­fé­lag­inu og við hin höf­um um of lang­an tíma þurft að lúta í lægra haldi. Niðurstaðan er land­flótti ungs fólks, hús­næð­is­markaður sem er í mol­um, ónýtt heil­brigð­is­kerfi og aðför að mennta­kerf­inu. Íslensk stjórn­mál hafa ekki end­ur­speglað þá fjöl­breytni sem finna má í ís­lensku sam­fé­lagi um lang­an tíma. Gam­al­dags flokkapóli­tík­, klíku­skap­ur og Alþingi sem virð­ist oft á tíðum ekki vera í nein­um tengsl­um við ­sam­fé­lagið er ein­fald­lega ekki í lagi leng­ur.

Það er ótrú­legt að árið 2016 reyn­ist erfitt að finna hópa í sam­fé­lag­inu sem ekki eru enn að berj­ast fyr­ir bætt­um kjör­um, virð­ingu og rétt­læti. Þessu þarf að breyta! Helsta verk­efnið framund­an er að end­ur­móta ís­lenskt sam­fé­lag í anda hug­sjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt sam­fé­lag fyr­ir alla þar sem grund­vall­ar lífs­gæði al­menn­ings eru tryggð, þar sem fólk get­ur lifað mann­sæm­andi lífi og grunnstoðirn­ar eru í lagi og rétt­læti, vel­ferð og mann­rétt­indi allra eru tryggð.

Þar á end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins að vera for­gangs­atriði. Aðgengi að slíkri þjón­ustu á aldrei að vera háð efna­hag eða fjár­hags­stöðu ein­stak­linga og því á hún að vera gjald­frjáls. Útrýma þarf löng­um biðlist­um sjúk­linga og bæta aðgengi. Bæta þarf kjör elli­líf­eyr­isþega og ör­yrkja sem og barna­fjöl­skyldna. Fjár­festa þarf í mennta­kerf­inu og greiða þarf úr gríðarlega al­var­legu ástandi á hús­næðismarkaði. Áskor­an­irn­ar eru marg­ar en áskor­un­um fylgja tæki­færi. Nú er tæki­færi til þess að byggja sam­fé­lag þar sem ung­ir Íslend­ing­ar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja ver­a áfram hluti af.

Í slíku sam­fé­lagi er ekki rými fyr­ir mis­mun­un, hvort sem er vegna trú­ar, menn­ing­ar, upp­runa, þjóðern­is, kynþátt­ar eða annarra þátta sem ein­kenn­ir líf ein­stak­linga sam­fé­lags­ins. Í slíku sam­fé­lagi er bor­in virðing fyr­ir frelsi hvers og eins og jöfnuður, umb­urðalyndi, rétt­læti og samstaða er í há­veg­um höfð. Slíkt sam­fé­lag legg­ur sitt af mörk­um á alþjóðavett­vangi. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heim­in­um og dag eft­ir dag sjá­um við þær hræðilegu aðstæður sem flótta­fólk býr við. Íslensk stjórn­völd verða að axla ábyrgð og  bjóða fleira flótta­fólk vel­komið til Íslands og sjá til þess að flótta­fólk haldi mann­legri reisn og virðingu.

Ég vil leggja mitt af mörk­um í því mik­il­væga verk­efni sem framund­an er, að skapa hér eitt sam­fé­lag fyr­ir alla, og því sæk­ist ég eft­ir 2. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi,“ seg­ir Sema í til­kynn­ingu.

Nán­ar um áherslu­mál Semu Erlu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka