Fylgi Pírata dregst saman

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur mests fylg­is sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR og bæt­ir lít­il­lega við sig frá síðustu könn­un fyr­ir­tæk­is­ins. Fylgi flokks­ins mæl­ist þannig 24,6% en var 24%. Pírat­ar eru með næst­mest fylgi, eða 22,4% fylgi, og hef­ur það dreg­ist sam­an um 4,4 pró­sentu­stig frá því fyr­ir mánuði. Fylgi Pírata hef­ur ekki mælst minna síðan í fe­brú­ar á síðasta ári.

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs stend­ur í 12,4% sam­an­borið við 12,9% í síðustu skoðana­könn­un. Fylgi VG mæld­ist 18,0% í könn­un­inni þar áður. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með 10,6% fylgi en var 8,3% í síðustu könn­un og 6,4% þar áður. 

Sam­fylk­ing­in er með 9,1% fylgi en var með 8,4% í síðustu könn­un. Viðreisn er á svipuðum slóðum með 8,8% fylgi sam­an­borið við 9,4% í síðustu könn­un. Björt framtíð mæld­ist nú með 4,5% fylgi en var með 3,9% fyr­ir mánuði. Fylgi annarra flokka mæld­ist um og und­ir 2%.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina er 35,6% en mæld­ist 33,9% í síðustu könn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert