Lilja Rafney baðst afsökunar

Lilja Rafney Magnúsdóttir sækist eftir 1. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir sækist eftir 1. sæti í Norðvesturkjördæmi. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engar reglur gilda um tölvupóstsendingar líkt og þær sem starfsmaður Vinstri grænna á Alþingi sendi á félagsmenn Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir hönd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, en hún sækist eftir 1. sæti í kjördæminu. Póst­ur­inn var send­ur frá net­fangi starfs­manns­ins sem er skráð á Alþingi.

Frétt mbl.is: Sendi stuðningspóst frá netfangi Alþingis

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Í samtali við mbl.is segist Katrín hafa rætt við Lilju Rafneyju vegna málsins. Lilja upplýsti þá Katrín að annar póstur hefði verið sendur á eftir þeim fyrri þar sem beðist var velvirðingar á fyrri pósti, hann hefði verið sendur út í fljótfærni. „Um þetta gilda engar reglur,“ segir Katrín en bætir við að þetta sé spurning um hvað sé siðferðislega rétt að gera.

Ekki hefur náðst í Lilju Rafneyju vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert