Píratar ætla að biðla til almennings að fjármagna kosningabaráttu stjórnmálaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Söfnunin fer fram á Karolina fund.
Í fréttatilkynningu kemur fram að á stefnumótunarfundi efstu fimm frambjóðenda á listum Pírata í dag hafi fjáröflun fyrir kosningasjóð verið hleypt af stokkunum.
„Um sögulegan atburð er að ræða en aldrei áður hefur stjórnmálaflokkur á Íslandi freistað þess að fjármagna kosningabaráttu sína á þennan hátt. Píratar ákváðu að velja þessa leið þar sem flokkurinn vill sækja styrk sinn til þjóðarinnar og vera óháður sérhagsmunaöflum, nú sem endranær,“ segir í fréttatilkynningu frá Pírötum.