Alþýðufylkingin gefur út stefnuskrá

Alþýðufylkingin hefur gefið út kosningastefnuskrá sína.
Alþýðufylkingin hefur gefið út kosningastefnuskrá sína.

Alþýðufylkingin hefur gefið út kosningastefnuskrá fyrir alþingiskosningar í haust. Hún ber titilinn Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar og hefur að geyma stefnu flokksins í meginhagsmunamálum þjóðarinnar.

Þar greinir flokkurinn frá því hvernig vinda eigi ofan af markaðsvæðingu og að í staðinn verði komið á félagslegum rekstri í innviðum landsins, ekki síst fjármálakerfinu.

„Markaðslögmál kapítalismans ráða ferðinni á öllum sviðum samfélagsins. Því hefur verið haldið stíft fram að það sé hagkvæmt og auki verðmætasköpun, sem allir hagnast á. Svo er þó alls ekki, þvert á móti,“ segir í stefnuskránni.

„Undanfarna áratugi hefur markaðsvæðingin lagt undir sig nær öll svið samfélagsins og teygir sig æ lengra. Þannig hafa auðlindir þjóðarinnar, mörg framleiðslufyrirtæki, velferðin í vaxandi mæli, bankar sem áður voru í ríkiseigu o.fl. verið færð auðmönnum í hendur til að maka krókinn.“

Í stefnuskránni kemur fram að endurreisn heilbrigðiskerfisins hafi algeran forgang hjá flokknum. Það fyrsta sem hann ætlar að gera ef hann fær til þess tækifæri er að láta Landspítalanum að minnsta kosti milljarð í té til að nota strax, áður en vinna hefst við kerfisbreytingar.

Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert