Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að innleitt verði eitt frítekjumark ellilífeyris.
Hvetur hann þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að leggja fram breytingartillögu við frumvarp félagsmálaráðherra um almannatryggingar svo að frítekjumarkið verði lögfest samhliða öðrum breytingum á yfirstandandi þingi.
Þetta yrði að mati hans mesta kjarabót eldri borgara í áratugi, að því er fram kemur í aðsendri grein eftir Óla Björn í Morgunblaðinu í dag.