Píratar með mest fylgi

Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem tekin var dagana 6. og 7. september. Píratar mælast nú með 29,5% fylgi, sem er örlítið meira fylgi en í síðustu könnun blaðsins, en þá mældust þeir með 28,7%. Munurinn milli þessara tveggja flokka er innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn fær 28,2% samkvæmt þessari könnun en var með 31,5% þegar Fréttablaðið kannaði síðast fylgi flokka 23. og 24. maí. 

Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7% fylgi. Munurinn á milli þessara tveggja flokka er líka innan skekkjumarka, segir forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Í könnun Fréttablaðsins í maí var VG með 18,1% fylgi.

Þá segjast 7,5% ætla að kjósa samfylkinguna og 6,7% ætla að kjósa Viðreisn. 2% ætla síðan að kjósa Bjarta framtíð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert