Harma niðurstöðuna í Kraganum

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Árni Sæberg

Loka­töl­ur í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi liggja nú fyr­ir. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, leiðir list­ann, en hann hlaut ör­ugga kosn­inga í efsta sætið, eða 2.479 at­kvæði af 2.699. 

List­inn er að öðru leyti óbreytt­ur. Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður er í öðru sæti og Óli Björn Kára­son rit­stjóri í því þriðja. 

Vil­hjálm­ur Bjarna­son alþing­ismaður er fjórði, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar, er fimmta og Kar­en Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og varaþingmaður, er sjötta.

Greidd at­kvæði voru 3.154 en þar af voru 118 seðlar auðir og ógild­ir. Tal­in at­kvæði voru því 3.036.

Fram­kvæmda­stjórn Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu, þar sem niðurstaða próf­kjörs­ins er hörmuð.

„Sú staðreynd að fjór­ir karl­ar skipi efstu fjög­ur sæti list­ans er að mati fram­kvæmda­stjórn­ar LS óviðun­andi og end­ur­spegl­ar á eng­an hátt þá breidd sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býr yfir. Til að tefla fram sig­ur­strang­leg­um lista verður kynja­hlut­fall að vera jafn­ara en nú er. Kon­um hef­ur með þess­ari niður­stöðu verið hafnað í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Það er ekki ein­ung­is slæmt fyr­ir kon­ur, held­ur fyr­ir flokk­inn all­an og kem­ur til með koma niður á fylgi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um.

Próf­kjörs­regl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru skýr­ar. Þar er kveðið á um að kosn­ing er ekki bind­andi nema kjör­sókn sé 50%. Svo er alls ekki nú.

Fram­kvæmda­stjórn­in skor­ar á for­ystu flokks­ins, þau Bjarna Bene­dikts­son, Ólöfu Nor­dal og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, að beita sér fyr­ir breyt­ingu á list­an­um áður en hann verður samþykk­ur, um leið og við fögn­um fyrstu viðbrögðum for­manns flokks­ins við niður­stöðunni sem gefa fyr­ir­heit um að for­yst­an muni bregðast við. Þá skor­ar LS einnig á kjör­dæm­is­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi að samþykkja list­ann ekki óbreytt­an,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert