Páll leiðir í Suðurkjördæmi

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/RAX

Páll Magnússon, fjölmiðlamaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, en fyrstu tölur úr prófkjörinu voru birtar nú um 00.30. Ásmundur Friðriksson alþingismaður er annar og Vilhjálmur Árnason alþingismaður er þriðji.

Þá er Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í fjórða sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður í því fimmta. 

Þetta eru fyrstu tölur þegar búið er að telja 1.000 atkvæði af rúmlega 4.000. Páll hefur fengið 507 atkvæði í fyrsta sætið. 

Nánari upplýsingar um fyrstu tölur.

Uppfært klukkan 01.48

Staða fimm efstu er óbreytt þegar búið er að telja 2.000 atkvæði, eða um helming atkvæða. Ragnheiður Elín þarf hins vegar 15 atkvæði til að ná þriðja sætinu. 

Páll er með 891 atkvæði í fyrsta sætið sem stendur.

Nánari tölfræði þegar búið er að telja 2.000 atkvæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka