Áfall fyrir stjórnmálin en ekki konur

„Ég held að þetta sé áfall fyrir stjórnmálin, þetta snýst ekki um ásýnd á listum. Þetta snýst um það að hleypa öllum að borðinu. Bæði körlum og konum, og það tókst ekki,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fráfarandi ráðherra, um niðurstöður prófkjöra Sjálfstæðisflokksins um helgina.  

mbl.is ræddi við Ragnheiði Elínu á Alþingi í dag, en hún tilkynnti í gær ákvörðun sína um að hætta þátttöku í stjórnmálum eftir að fengið lítinn stuðning í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Hún vill ekki reyna að útskýra af hverju hún hlaut svo slæma kosningu né fara út í hvað hefði betur mátt fara í störfum sínum sem iðnaðarráðherra.

Sjá frétt mbl.is: Ragnheiður Elín kveður stjórnmálin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert