Áfall fyrir stjórnmálin en ekki konur

00:00
00:00

„Ég held að þetta sé áfall fyr­ir stjórn­mál­in, þetta snýst ekki um ásýnd á list­um. Þetta snýst um það að hleypa öll­um að borðinu. Bæði körl­um og kon­um, og það tókst ekki,“ seg­ir Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, frá­far­andi ráðherra, um niður­stöður próf­kjöra Sjálf­stæðis­flokks­ins um helg­ina.  

mbl.is ræddi við Ragn­heiði El­ínu á Alþingi í dag, en hún til­kynnti í gær ákvörðun sína um að hætta þátt­töku í stjórn­mál­um eft­ir að fengið lít­inn stuðning í próf­kjöri flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. Hún vill ekki reyna að út­skýra af hverju hún hlaut svo slæma kosn­ingu né fara út í hvað hefði bet­ur mátt fara í störf­um sín­um sem iðnaðarráðherra.

Sjá frétt mbl.is: Ragn­heiður Elín kveður stjórn­mál­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert