Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Svandís Svavarsdóttir leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Listar flokksins voru samþykktir á félagsfundi nú í kvöld. Í efstu sex sætum listans eru fjórar konur og tveir karlar. Í öðru sæti í norður er Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður en Kolbeinn Óttarsson Proppé, ráðgjafi og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu, er í öðru sæti í suður.
Í þriðja í norður er Andrés Ingi Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur og Iðunn Garðarsdóttir laganemi er í fjórða sæti. Í þriðja sæti í suður er Hildur Knútsdóttir og í því fjórða er Gísli Garðarsson fornleifafræðingur.
Listarnir í heild sinni:
Norður:
- Katrín Jakobsdóttir alþingismaður
- Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður
- Andrés Ingi Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur
- Iðunn Garðarsdóttir laganemi
- Orri Páll Jóhannsson þjóðgarðsvörður
- Álfheiður Ingadóttir ritstjóri
- Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri
- Gyða Dröfn Hjaltadóttir háskólanemi
- Ragnar Kjartansson listamaður
- Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Rvk
- Ragnar Karl Jóhannsson uppeldis- og menntunarfræðingur
- Jovana Pavlovic háskólanemi
- Atli Sigþórsson tónlistarmaður
- Sigríður Stefánsdóttir réttarfélagsfræðingur
- Ásgrímur Angantýsson lektor
- Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri
- Meisam Rafiei taekwondo-þjálfari
- Auður Alfífa Ketilsdóttir fjallaleiðsögumaður
- Sigríður Thorlacius söngkona
- Erling Ólafsson kennari
- Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggjandi
- Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði
Suður:
- Svandís Svavarsdóttir alþingismaður
- Kolbeinn Óttarsson Proppé ráðgjafi
- Hildur Knútsdóttir rithöfundur
- Gísli Garðarsson fornfræðingur
- Ugla Stefanía Jónsdóttir hinsegin aðgerðarsinni
- René Biasone teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun
- Þóra K. Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá Almannavörnum
- Níels Alvin Níelsson sjómaður
- Elísabet Indra Ragnarsdóttir tónlistafræðingur
- Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari
- Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari
- Indriði Haukur Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri
- Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Björgvin Gíslason gítarleikari
- Þóra Magnea Magnúsdóttir sérfræðingur
- Egill Ásgrímsson pípulagningameistari
- Steinunn Rögnvaldsdóttir mannauðsráðgjafi
- Jón Axel Sellgren mannfræðinemi
- Halldóra Björt Ewen framhaldsskólakennari
- Úlfar Þormóðsson rithöfundur
- Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
- Jónsteinn Haraldsson skrifstofumaður