Píratar þyrftu að gera málamiðlanir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Erfiðlega gæti gengið að koma sam­an starfs­hæfri rík­is­stjórn að lokn­um þing­kosn­ing­un­um í haust. Þetta seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, í sam­tali við frétta­stofu Chann­el 4 í Bretlandi. Spyr­ill­inn spurði um fylgisaukn­ingu Pírata og sagði Guðni að það ætti eft­ir að koma í ljós hvernig þeim gengi að mynda mögu­lega rík­is­stjórn með öðrum flokk­um.

Til að mynda rík­is­stjórn þyrfti að gera mála­miðlan­ir og það gæti reynst erfitt fyr­ir flokk eins og Pírata sem legðu áherslu á hug­sjón­ir. Spurður hvort hann myndi fagna því ef Pírat­ar veittu banda­ríska upp­ljóstr­ar­an­um Edw­ard Snowd­en ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt sagði Guðni það mál gott dæmi um mál þar sem gæti reynst erfitt að semja við aðra flokka.

Spurður hvort Ísland væri ekki fyr­ir­mynd fyr­ir ýmsa aðra með því meðal ann­ars að dæma banka­menn í fang­elsi og neyða for­sæt­is­ráðherra til að segja af sér sagði Guðni, sem er í Bretlandi í op­in­berri heim­sókn, að Íslend­ing­ar væru ekki endi­lega að velta því fyr­ir sér held­ur að gera það sem væri rétt. Ef það væri öðrum fyr­ir­mynd væri það bara þannig.

For­set­inn var einnig spurður að því hvort hann vildi að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið. Svaraði hann því þannig að hann vildi sjá hvernig hlut­irn­ir þróuðust. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn skipti Íslend­inga sér­stak­lega miklu máli. Ekki aðeins efna­hags­lega held­ur einnig sál­fræðilega. Íslend­ing­um þætti þeir vera sér á báti og þeir sem vildu í sam­bandið yrðu að kom­ast fram­hjá því.

Spurður um EES-samn­ing­inn sagði hann að litið hafi verið svo á þegar samið hafi verið um samn­ing­inn á sín­um tíma að með hon­um hefði feng­ist aðgang­ur að markaði Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að þurfa að ganga í sam­bandið. Marg­ir væru enn þeirr­ar skoðunar. Samn­ing­ur­inn væri hugs­an­lega eitt­hvað sem Bret­ar ættu að skoða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert