„Meira en ég get sætt mig við“

Jóhannes Gunnar Bjarnason.
Jóhannes Gunnar Bjarnason. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég tel ekki að æðstu valda­menn þjóðar­inn­ar eigi að vera með óhreint mjöl í poka­horn­inu. Þeir sem bjóða sig fram í þessi æðstu valda­embætti þeir verða að geta sýnt fram á það að hafa al­ger­lega hrein­an skjöld gagn­vart pen­inga­mál­um sín­um og þetta Tor­tóla-dæmi hans, það er bara meira en ég get sætt mig við.“

Þetta seg­ir Jó­hann­es Gunn­ar Bjarna­son, fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Ak­ur­eyr­ar, í sam­tali við mbl.is en hann birti í dag færslu á Face­book-síðu sinni þar sem hann lýs­ir því yfir að hann ætli að segja sig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um eft­ir að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins, fékk af­ger­andi kosn­ingu í fyrsta sæti fram­boðslista fram­sókn­ar­manna í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Frétt mbl.is: Fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar á Ak­ur­eyri vill Sig­mund burt

Jó­hann­es seg­ir að ljóst sé að yfir 70% fram­sókn­ar­manna í kjör­dæm­inu séu hon­um ósam­mála í þess­um efn­um og að hann eigi ekki póli­tíska sam­leið með þeim. Niðurstaðan sé risa­stórt skref aft­urá­bak fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Jó­hann­es seg­ist aðspurður ekki bjart­sýnn á gengi flokks­ins í kom­andi þing­kosn­ing­um með Sig­mund Davíð í brúnni. Flokksþingið sé að vísu eft­ir og ekki liggi fyr­ir hvað eigi eft­ir að ger­ast þar.

„Auðvitað vona ég heitt og inni­lega að eitt­hvað breyt­ist þar. En með Sig­mund sem formann hef ég sagt það lengi að það er úti­lokað að flokk­ur­inn nái ár­angri í kosn­ing­um. Það er bara úti­lokað,“ seg­ir Jó­hann­es. Fólk hafi ekki mót­mælt á Aust­ur­velli fyrr á þessu ári að ástæðulausu. „Þetta er bara meira en fólk sætt­ir sig við.“

Jó­hann­es seg­ist ekki bjart­sýnn á að Sig­mund­ur Davíð nái ekki kjöri sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþing­inu. Eft­ir sem áður yrði hann odd­viti fram­sókn­ar­manna í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Eina at­b­urðarás­in sem gæti breytt því væri að hann tapaði í for­manns­kosn­ingu og léti í kjöl­farið af þing­mennsku.

„En ég er ekki bjart­sýnn á það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert