Píratar og Sjálfstæðisflokkur hnífjafnir

Fylgi Samfylkingar fellur um eitt prósentustig á milli kannanna.
Fylgi Samfylkingar fellur um eitt prósentustig á milli kannanna. mbl.is/Golli

Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast jafnir með 22,7% fylgi, þegar rúmur mánuður er til þingkosninga. Þetta er niðurstaða nýjustu könnunar MMR, sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka á tímabilinu 12. til 19. september.

Næst á eftir eru Vinstri græn, sem mælast nú með 13,2% fylgi en mældust í síðustu könnun með 12,4% fylgi. Þá mælist Viðreisn með meira fylgi en bæði Framsókn og Samfylking, eða með 11,5% fylgi, sem er 2,7 prósentustigum meira en í síðustu könnun, sem lauk þann 29. ágúst.

Framsóknarflokkurinn mælist þá með 11,0% fylgi, Samfylkingin með 8,1% fylgi, sem er heilu prósentustigi minna en í síðustu könnun og loks Björt framtíð með 4,1% fylgi. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%, að því er segir í tilkynningu.

Sjá nánar á vef MMR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert