Sigurður Ingi ætlar í formanninn

Sigurður Ingi yfirgefur fund þingflokks Framsóknarflokksins í dag.
Sigurður Ingi yfirgefur fund þingflokks Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst gefa kost á sér í for­mann­sembætti flokks­ins. Frá þessu greindi Sig­urður í sam­tali við RÚV.

Frétt­in verður upp­færð.

Upp­fært kl. 19.28:

„Ég geng í fylk­ing­ar­brjósti Sig­urðar Inga, styð hann heils­hug­ar,“ sagði Svein­björn Eyj­ólfs­son í sam­tali við mbl.is rétt í þessu, spurður að því hvort hann væri hætt­ur við fyr­ir­hugað fram­boð þar sem Sig­urður Ingi hefði til­kynnt að hann hygðist gefa kost á sér.

Svein­björn, sem er for­stöðumaður Nauta­stöðvar Bænda­sam­taka Íslands, hafði til­kynnt að hann hygðist gefa kost á sér til að knýja fram umræðu um for­mann­sembættið en hafði einnig sagt að hann myndi draga fram­boð sitt til baka ef efni­leg­ur kandí­dat gæfi sig fram.

Ekki hef­ur náðst í Sig­urð Inga.

Frétt mbl.is: Sveik fyrst og fremst sjálf­an sig

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert