Sigurður Ingi ætlar í formanninn

Sigurður Ingi yfirgefur fund þingflokks Framsóknarflokksins í dag.
Sigurður Ingi yfirgefur fund þingflokks Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hyggst gefa kost á sér í formannsembætti flokksins. Frá þessu greindi Sigurður í samtali við RÚV.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært kl. 19.28:

„Ég geng í fylkingarbrjósti Sigurðar Inga, styð hann heilshugar,“ sagði Sveinbjörn Eyjólfsson í samtali við mbl.is rétt í þessu, spurður að því hvort hann væri hættur við fyrirhugað framboð þar sem Sigurður Ingi hefði tilkynnt að hann hygðist gefa kost á sér.

Sveinbjörn, sem er forstöðumaður Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, hafði tilkynnt að hann hygðist gefa kost á sér til að knýja fram umræðu um formannsembættið en hafði einnig sagt að hann myndi draga framboð sitt til baka ef efnilegur kandídat gæfi sig fram.

Ekki hefur náðst í Sigurð Inga.

Frétt mbl.is: Sveik fyrst og fremst sjálfan sig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka