Spáir stórsigri Sigmundar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég styð allt lýðræði, hvort sem það er inn­an flokk­anna eða í al­menn­um kosn­ing­um,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þegar Morg­un­blaðið náði í hana fyr­ir stundu til að leita álits henn­ar á fram­boðsyf­ir­lýs­ingu Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar.

Sig­urður Ingi til­kynnti í kvöld að hann hygðist gefa kost á sér í embætti for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frétt mbl.is: Sig­urður Ingi ætl­ar í for­mann­inn

„Þetta skref sem Sig­urður Ingi er að taka núna er til marks um það að það verða al­vöru for­manns­kosn­ing­ar á flokksþing­inu. Við skul­um bara fagna því,“ seg­ir Vig­dís.

Frétt mbl.is: Sig­mund­ur „ekk­ert hróp­andi kát­ur“

Hún seg­ist ekki eiga von á öðru en að Sig­mund­ur Davíð sigri kosn­ing­arn­ar með glæsi­brag.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því að fórna sín­um besta manni í ein­hverj­um svona inn­an­hússvíg­um. Sig­mund­ur Davíð er mjög verðmæt­ur fyr­ir ís­lenska þjóð með sína framtíðar­sýn og heild­ar­y­f­ir­sýn, bæði á lands- og heims­mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert