Umdeilt mál samþykkt á Alþingi

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði að búið væri að leggja …
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði að búið væri að leggja miklu vinnu í málið og að þetta væri góð leið til að uppfylla skyldur Íslands gagnvart ESB, því greiddi hann atkvæði með málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um að Ísland gangist undir yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA. Málið er afar umdeilt og hafa sérfræðingar haft efasemdir um að málið standist stjórnarskrá. Hart var deilt um málið á þingi áður en atkvæðagreiðsla hófst.

Málið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 18. 14 sátu hjá eða voru fjarverandi.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði að búið væri að leggja miklu vinnu í málið og að þetta væri góð leið til að uppfylla skyldur Íslands gagnvart ESB, því greiddi hann atkvæði með málinu.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þetta væri vont skref og myrk stund í sögu landsins.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að þeir sem samþykki lögin væru  meðvitandi að brjóta stjórnarskrá landsins.

Þingmenn meirihlutans vísuðu því alfarið á bug að verið væri að hraða málinu í gegnum þingið, því málið hafi fyrst komið á borð þingsins árið 2012.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að málið væri nægilega afmarkað framsal og rúmaðist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta væri niðurstaða eftir langa yfirlegu.

Sérfræðingar hafa efasemdir

„Mér þykir þetta ekki hafa tekið þeim lagfæringum sem þyrfti og hef verið þeirrar skoðunar að það yrði ekkert lengra komist í að teygja stjórnarskrána heldur en orðið er,“ sagði Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, í samtali við mbl.is spurð út í þingsályktunartillöguna í vikunni.

„Mín skoðun hef­ur verið sú að á meðan ekk­ert slíkt er til staðar sé þetta á ábyrgð Alþing­is. Þeir eiga ekki að setja lög nema þau stand­ist stjórn­ar­skrána og þeir verða að axla þá ábyrgð að mínu mati,“ sagði Stefán Már Stef­áns­son, laga­pró­fess­or við Há­skóla Íslands og sér­fræðing­ur í Evr­ópu­rétti, í sam­tali við mbl.is um málið í dag.

Viðbúið er að áfram­hald­andi aðild Íslands að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) þýði að fleiri til­felli komi upp þar sem gerð verði krafa um að vald­heim­il­ir verði fram­seld­ar til evr­ópskra stofn­ana. Þetta sagði Skúli Magnús­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert