„Aldrei, aldrei, aldrei“

Sigmundur Davíð ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í gær.
Sigmundur Davíð ræðir við blaðamenn að loknum þingflokksfundi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son hyggst enn sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann seg­ir Sig­urð Inga Jó­hanns­son, sem til­kynnti fram­boð sitt í gær, ekki hafa staðið við það sem talað var um þegar Sig­urður tók við af Sig­mundi sem for­sæt­is­ráðherra, auk þess sem Sig­urður hafi sagt að hann myndi aldrei fara fram á móti hon­um.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Sig­mund­ur sagði ákvörðun Sig­urðar Inga von­brigði en hún kæmi ekki á óvart í ljósi at­b­urða síðustu vik­ur og miss­eri. Sig­mund­ur sagði Sig­urð Inga hafa lofað tvennu þegar hann tók við for­sæt­is­ráðherra­stóln­um; ann­ars veg­ar að hann myndi ekki not­færa sér stöðuna til að fara á móti sér og hins veg­ar að Sig­mund­ur yrði upp­lýst­ur um gang mála.

Frétt mbl.is: Sig­mund­ur „ekk­ert hróp­andi kát­ur“

Spurður að því hvort hann upp­lifði að Sig­urður Ingi hefði svikið sig sagði Sig­mund­ur að Sig­urður hefði ít­rekað sagt við sig að hann myndi aldrei fara fram gegn hon­um. Þá hefði Sig­urður sagt það við aðra á fund­um að hann myndi „aldrei, aldrei, aldrei“ bjóða sig fram gegn Sig­mundi í for­manns­kjöri.

Í viðtal­inu við RÚV sagði Sig­mund­ur stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins nú svipaða og oft áður á kjör­tíma­bil­inu og þokka­lega miðað við um­fjöll­un­ina und­an­farið. Hann svaraði því ját­andi að staðan inn­an flokks­ins væri vond og sagði ekki gott fyr­ir flokk að standa í inn­byrðis átök­um fyr­ir kosn­ing­ar.

Sagðist Sig­mund­ur hafa verið til­bú­inn til að leggja mikið á sig til að leita lausna á þeim vanda sem blasti við, en sagðist svo ekki vita hver vand­inn væri í raun nema sá að Sig­urður Ingi vildi halda áfram að vera leiðandi í flokkn­um.

Sig­mund­ur sagðist hafa reynt að ná fundi Sig­urðar Inga frá því að miðstjórn­ar­fund­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fór fram, en Sig­urður hefði ekki séð sér fært að hitta hann fyrr en á þing­flokks­fund­in­um í gær.

Formaður­inn sagðist ætla að taka þátt í póli­tík og berj­ast í póli­tík á meðan hann tryði því að hann gæti gert gagn. Tæki­færi Íslands hefðu aldrei verið jafn mik­il en  hætt­urn­ar væru sömu­leiðis veru­leg­ar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Í kvöld­frétt­um RÚV var einnig rætt við Eygló Harðardótt­ur, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, sem hef­ur sagt að hún muni sækj­ast eft­ir vara­for­mann­sembætt­inu inn­an Fram­sókn­ar að því gefnu að Sig­mund­ur Davíð nái ekki end­ur­kjöri.

Hún sagði m.a. að Sig­mund­ur hefði fengið tæki­færi til að end­ur­heimta það traust sem hefði tap­ast í vor en það hefði ekki tek­ist. Flokks­menn hefðu kallað eft­ir því með for­dæma­laus­um hætti að fá að taka ákvörðun um fram­haldið.

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur einnig lýst yfir stuðningi við Sig­urð Inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert