Enginn maður er stærri en flokkurinn

Sigurður Ingi Jóhannsson yfirgefur þingflokksfund Framsóknarmanna í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson yfirgefur þingflokksfund Framsóknarmanna í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn snú­ast um mál­efn­in, gild­in, vinn­una og lýðræðið en ekki fólk. „Ég er ekki stærri en flokk­ur­inn, og eng­inn er stærri en flokk­ur­inn,“ sagði Sig­urður við fram­sókn­ar­menn á kjör­dæm­isþingi Suður­kjör­dæm­is sem haldið var á Hót­el Sel­fossi í dag. 

Eft­ir að listi flokks­ins var kunn­gerður tók Sig­urður Ingi til máls. Gerði hann for­manns­fram­boð sitt að um­fjöll­un­ar­efni sínu. „Á und­an­förn­um vik­um hef­ur komið í ljós að ekki er sam­hug­ur um hvernig við eig­um að vinna sem ein heild. Það hef­ur birst ykk­ur sem hér eruð og al­menn­ingi sem ágrein­ing­ur,“ sagði Sig­urður Ingi og bætti við að slíkt hefði fram­lína Fram­sókn­ar­flokks­ins held­ur átt að leysa inn í þeim „her­bergj­um þar sem við eig­um að tala sam­an,“ sagði Sig­urður Ingi.

Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, heilsar hér afmælisbarni dagsins, Haraldi Einarssyni …
For­sæt­is­ráðherra, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, heils­ar hér af­mæl­is­barni dags­ins, Har­aldi Ein­ars­syni alþing­is­manni, við upp­haf kjör­dæm­isþings á Sel­fossi í dag. mbl.is/​Sig­mund­ur Sig­uru­geirs­son

„Á flokksþingi verður skorið úr um hvaða leið við vilj­um fara til að öðlast traust,“ seg­ir Sig­urður en það fer fram eft­ir viku og verður þar kosið á milli þeirra Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, nú­ver­andi for­manns flokks­ins, og Sig­urðar Inga. „Það er ekki full­komið traust á for­ystu flokks­ins eins og staðan er í dag. Það eru mjög skipt­ar skoðanir meðal fram­sókn­ar­manna og þing­flokks­ins um hvort þær leiðir sem við erum að fara séu rétt­ar,“ sagði Sig­urður Ingi.

Sig­urður Ingi sagði Fram­sókn­ar­flokk­inn hafa staðið í hundrað ár og koma til með að standa í hundrað til viðbót­ar. „Sam­starfið við þjóðina þarf að byggja á auðmýkt,“ sagði Sig­urður og sagði flokk­inn þurfa að end­ur­heimta traust kjós­enda.

Lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, sem samþykkt­ur var á kjör­dæm­isþing­inu í dag má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son

2. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir

3. Ásgerður Gylfa­dótt­ir

4. Ein­ar Freyr El­ín­ar­son

5. Sæ­björg Erl­ings­dótt­ir

6. Giss­ur Jóns­son

7. Hjört­ur Walters­son

8. Lára Skær­ings­dótt­ir

9. Guðmund­ur Ómar Helga­son

10. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir

11. Stefán Geirs­son

12. Jón Sig­urðsson

13. Hrönn Guðmunds­dótt­ir

14. Ármann Friðriks­son

15. Þor­vald­ur Guðmunds­son

16. Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir

17. Jó­hann­es Giss­ur­ar­son

18. Sæ­björg M. Vil­munds­dótt­ir

19. Har­ald­ur Ein­ars­son

20. Páll Jó­hann Páls­son

Frá kjördæmisþinginu á Hótel Selfossi í dag.
Frá kjör­dæm­isþing­inu á Hót­el Sel­fossi í dag. mbl.is/​Sig­mund­ur Sig­ur­geirs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert