Enginn maður er stærri en flokkurinn

Sigurður Ingi Jóhannsson yfirgefur þingflokksfund Framsóknarmanna í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson yfirgefur þingflokksfund Framsóknarmanna í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Framsóknarflokkinn snúast um málefnin, gildin, vinnuna og lýðræðið en ekki fólk. „Ég er ekki stærri en flokkurinn, og enginn er stærri en flokkurinn,“ sagði Sigurður við framsóknarmenn á kjördæmisþingi Suðurkjördæmis sem haldið var á Hótel Selfossi í dag. 

Eftir að listi flokksins var kunngerður tók Sigurður Ingi til máls. Gerði hann formannsframboð sitt að umfjöllunarefni sínu. „Á undanförnum vikum hefur komið í ljós að ekki er samhugur um hvernig við eigum að vinna sem ein heild. Það hefur birst ykkur sem hér eruð og almenningi sem ágreiningur,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við að slíkt hefði framlína Framsóknarflokksins heldur átt að leysa inn í þeim „herbergjum þar sem við eigum að tala saman,“ sagði Sigurður Ingi.

Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, heilsar hér afmælisbarni dagsins, Haraldi Einarssyni …
Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, heilsar hér afmælisbarni dagsins, Haraldi Einarssyni alþingismanni, við upphaf kjördæmisþings á Selfossi í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurugeirsson

„Á flokksþingi verður skorið úr um hvaða leið við viljum fara til að öðlast traust,“ segir Sigurður en það fer fram eftir viku og verður þar kosið á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns flokksins, og Sigurðar Inga. „Það er ekki fullkomið traust á forystu flokksins eins og staðan er í dag. Það eru mjög skiptar skoðanir meðal framsóknarmanna og þingflokksins um hvort þær leiðir sem við erum að fara séu réttar,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í hundrað ár og koma til með að standa í hundrað til viðbótar. „Samstarfið við þjóðina þarf að byggja á auðmýkt,“ sagði Sigurður og sagði flokkinn þurfa að endurheimta traust kjósenda.

Lista flokksins í Suðurkjördæmi, sem samþykktur var á kjördæmisþinginu í dag má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson

2. Silja Dögg Gunnarsdóttir

3. Ásgerður Gylfadóttir

4. Einar Freyr Elínarson

5. Sæbjörg Erlingsdóttir

6. Gissur Jónsson

7. Hjörtur Waltersson

8. Lára Skæringsdóttir

9. Guðmundur Ómar Helgason

10. Sandra Rán Ásgrímsdóttir

11. Stefán Geirsson

12. Jón Sigurðsson

13. Hrönn Guðmundsdóttir

14. Ármann Friðriksson

15. Þorvaldur Guðmundsson

16. Sigrún Þórarinsdóttir

17. Jóhannes Gissurarson

18. Sæbjörg M. Vilmundsdóttir

19. Haraldur Einarsson

20. Páll Jóhann Pálsson

Frá kjördæmisþinginu á Hótel Selfossi í dag.
Frá kjördæmisþinginu á Hótel Selfossi í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert