Við höfum ekki efni á slíku árið 2016, skrifar Karl Garðarsson.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins boðaði 24. september að hann myndi útskýra stuðning sinn við Sigurð Inga í formannskjöri daginn eftir. Það hefur hann ekki gert en er með færslu í dag þar sem hann talar um óvissuferð í boði vinstri flokkanna.
Líkt og kom fram í frétt mbl.is þá skrifaði Karl á Facebook-síðu sína að hann myndi skýra nánar stuðning við Sigurð Inga Jóhannsson á sunnudag en nú tveimur dögum síðar hefur hann ekki staðið við þau ummæli sín.
Hann skrifar hins vegar bloggfærslu í dag þar sem hann segir kjósendur hafa valið um áframhaldandi hagvöxt og ábyrga fjármálastjórn sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa staðið fyrir. Eða óvissuferð í boði vinstri flokkanna og Pírata. Óvissuferðir geta vissulega verið skemmtilegar. Oftast byrja þær afar vel, en stundum verður hausverkurinn afar mikill daginn eftir.
Við höfum ekki efni á slíku árið 2016, skrifar Karl Garðarsson.