Fylgi við Framsókn eykst

Forysta Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi …
Forysta Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist 12,2% nú, borið sam­an við 10,6% í könn­un MMR sem lauk 29. ág­úst. Pírat­ar eru með mest fylgi eða 21,6% í nýrri könn­un MMR sem birt var í dag.

Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með20,6% fylgi og hef­ur fylgi flokks­ins og Pírata dalað lít­il­lega frá síðustu könn­un (þó inn­an vik­marka).

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 31,5%, sem er lægsta mæl­ing síðan í apríl.

Viðreisn mæld­ist með 12,3% fylgi sem mesta fylgi sem flokk­ur­inn hef­ur mælst með hingað til og er til að mynda 3,5 pró­sentu­stig­um hærra en í könn­un sem lauk 29. ág­úst síðastliðinn.

Fylgi Vinstri-grænna mæld­ist 11,5% nú, borið sam­an við 12,4% í könn­un sem lauk 29. ág­úst.
Sam­fylk­ing­in mæld­ist með 9,3% fylgi og mæld­ist með 9,1% fylgi í könn­un sem lauk 29. ág­úst.

Björt framtíð mæld­ist með 4,9% fylgi, sem er hæsta mæl­ing síðan í könn­un sem lauk 20. maí á þessu ári, en flokk­ur­inn mæld­ist með 4,5% fylgi í könn­un sem lauk þann 29. ág­úst. Fylgi annarra flokka mæld­ist um og und­ir 2%. Íslenska þjóðfylk­ing­in er með 2,3% og Dög­un 2,1%

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert