Formannskjör í Framsóknarflokknum fer fram á flokksþingi í Háskólabíói næsta sunnudag.
Þótt meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins sé sagður styðja Sigurð Inga Jóhannsson í formennsku eru viðmælendur úr röðum framsóknarmanna á því að mjótt geti orðið á munum í kjöri milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Staða frambjóðendanna í mismunandi kjördæmum er óljós en Sigmundur Davíð er sagður njóta yfirburðastuðnings í Norðausturkjördæmi og Sigurður Ingi sömuleiðis í Suðurkjördæmi. Staða Gunnars Braga í Norðvesturkjördæmi er sögð hafa veikst, að því er fram kemur í fréttaskýringu um komandi flokksþing framsóknarmanna.