Bjarni hjólar í borgaralaun

Bjarni Benediktsson er lítt hrifinn af hugmyndinni um skilyrðislausa grunnframfærslu.
Bjarni Benediktsson er lítt hrifinn af hugmyndinni um skilyrðislausa grunnframfærslu. Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hugmyndin um borgaralaun sé eitthvað það alvitlausasta sem hann hafi heyrt lengi. Umræða um borgaralaun hefur aftur sprottið upp eftir að vefur Viðskiptablaðsins birti sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata, ræðir hugmyndina

Bjarni gerði borgaralaun að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann fer hörðum orðum um hugmyndina. 

Hugmyndin um borgaralaun gengur út á það að allir fullorðnir fái opinbera framfærslu óháð því hvort þeir eru í vinnu, jafnvel vel borgandi vinnu, eða hafi aðra framfærslu. Þetta er eitthvað það alvitlausasta sem ég hef heyrt lengi,“ skrifaði Bjarni á síðu sinni. 

Innan Pírata starfar vinnuhópur að því að móta heilstæða stefnu um borgaralaun og nú þegar hafa Píratar lagt fram þingsályktunartillögu um að skilyrðislaus grunnframfærsla sé skoðuð nánar en henni var vísað til velferðarnefndar fyrr á árinu.

Bjarni segir að sameiginlegir sjóðir landsmanna séu takmarkaðir og því ætti frekar að ráðstafa þeim til þeirra sem hafa raunverulega þörf fyrir stuðning. 

Verði staðan á einhverjum tímapunkti sú, að við höfum stutt myndarlega við þá sem minnst hafa og sinnt öðrum mikilvægum verkefnum, en eigum samt nóg eftir, er augljóst hvað á að gera. Lækka skatta,“ skrifaði Bjarni ennfremur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert