Óvinsæl ríkisstjórn í miðju góðæri

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á flokkráðsfundi flokksins á Akureyri …
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á flokkráðsfundi flokksins á Akureyri í kvöld. mynd/Auðunn Níelsson

Margt af því sem Vinstri græn­ir sögðu fyr­ir ára­tug síðan þótti rót­tækt og jafn­vel nei­kvætt en er í dag komið á dag­skrá og fólk hef­ur gleymt að þau voru nei­kvæð. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, á flokks­ráðsfundi flokks­ins á Ak­ur­eyri í kvöld. Katrín sagði tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar „hafa keypt sér sósíal­sk­ar sauðagær­ur á af­slætti fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar“ til að líta bet­ur út. Hefðu þeir lofað bót og betr­un í vel­ferðar­mál­um en þegar litið væri á bak við gær­una væri ekki að sjá að slík mál­efni hefðu verið of­ar­lega á lista rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Hver eru hin raun­veru­legu gildi á bak við það hjá flokk­um sem reyndu að leggja á komu­gjöld á sjúkra­hús, en voru stöðvaðir af öfl­ugri stjórn­ar­and­stöðu, felldu ít­rekað til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna um kjara­bæt­ur fyr­ir aldraða og ör­yrkja, skáru niður heilt ár af fram­halds­skól­un­um og lokuðu þeim fyr­ir eldri nem­end­um og hrósa sér af hækkuðum fram­lög­um á nem­anda í há­skól­um með því að fækka nem­end­um?“ sagði Katrín á fund­in­um.

Aðrir flokk­ar hljómi í raun eins og Vinstri græn­ir

Þá sagði hún rík­is­stjórn­ina hafa dregið fram „grænþvotta­duftið“ í tengsl­um við að segja að eng­in stóriðja væri í spil­un­um leng­ur. Sagði hún aðra flokka í raun hljóma eins og Vinstri græna, „talandi um ný­sköp­un og skap­andi grein­ar. Það vant­ar bara fjalla­grös­in.“

Hún gaf þó ekki mikið fyr­ir þessa stöðu núna og benti á að rík­is­stjórn­in hefði aft­ur­kallað ný nátt­úru­vernd­ar­lög og tekið ramm­a­áætl­un­ina úr sam­bandi, en verið hrak­in til baka vegna þess máls. „Það væri gam­an að trúa þess­um nýju and­lit­um en við vit­um ósköp vel að þess­ar áhersl­ur verða því aðeins end­ing­argóðar að Vinstri græn fái mynd­ar­lega út­komu í kosn­ing­un­um,“ sagði Katrín.

Skulda­leiðrétt­ing­in sólund­un á op­in­beru fé

Þá fór hún yfir skatta­mál og sagði að nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði ein­beitt sér að því að lækka skatta og gjöld á þá rík­ustu en van­rækt upp­bygg­ingu innviða, hvort sem það væri í heil­brigðisþjón­ustu, mennt­un, sam­göng­um eða fjar­skipt­um.

Gagn­rýndi Katrín skulda­leiðrétt­ing­una og sagði rík­is­stjórn­ina hafa sólundað op­in­beru fé þar í mál sem breytti litlu fyr­ir raun­veru­leg­an efna­hag heim­il­anna. Á móti sagði hún lág- og milli­tekju­fólk nú átta sig á að vaxta- og barna­bæt­ur hafi verið skert­ar á móti.

Óvin­sæl rík­is­stjórn í miðju góðæri

Katrín sagði rík­is­stjórn­ina hafa tekið við prýðilegu búi en ekki náð að byggja upp traust á sjálfri sér. Hún væri „rík­is­stjórn hinna glötuðu tæki­færa“ með stefnu í þágu auðmagns­ins gegn fólk­inu í land­inu.

„Hún er ekki óvin­sæl vegna þess að hún tók við erfiðu búi og hún er ekki óvin­sæl vegna erfiðra ytri aðstæðna. Þvert á móti hef­ur henni tek­ist að verða óvin­sæl í miðju góðæri, í ferðamanna­æv­in­týr­inu mikla. Hún hef­ur stund­um varla verið starf­hæf vegna hneykslis­mála,“ sagði Katrín á fund­in­um í kvöld.

Frá fundinum á Akureyri í kvöld.
Frá fund­in­um á Ak­ur­eyri í kvöld. mynd/​Auðunn Ní­els­son

Ítrekaði Katrín mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar og sagði að menn hefðu hlegið þegar Ein­ar Bene­dikts­son hafi reynt að selja norður­ljós­in. Nú komi fjöldi ferðamanna og borgi mikið fyr­ir að sjá þau. „Menn hlógu líka þegar hvala­skoðun var fyrst nefnd, núna hlæja hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæki á leið í bank­ann. Kannski hlær ein­hver líka fyrst að því sem ég segi nú: að miðhá­lend­isþjóðgarður gæti líka skapað mik­il verðmæti. Ekki van­meta fær­in í slík­um garði.“

For­gangs­röðun í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins

Þá sagði Katrín að á fyrstu hundrað dög­um ef Vinstri græn­ir kæm­ust í rík­is­stjórn yrði sett niður sex ára aðgerðaáætl­un um for­gangs­röðun fjár­muna út frá mati sér­fræðinga. Þar verði for­gangsraðað í þágu hins op­in­bera kerf­is sem hef­ur orðið út und­an í þróun heil­brigðismála. Sagði hún einka­rekst­ur í ágóðaskyni ekki eiga heima í vel­ferðarþjón­ust­unni. Þá sagði hún að ljúka ætti bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut.  

Varðandi fjár­mögn­un á þessu sagði hún að efst á lista væru þrjár leiðir. Ekki þyrfti að hækka skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki í land­inu.

Þrjár leiðir til að fjár­magna út­gjöld­in

Efst á lista var að bæta skattafram­kvæmd og eft­ir­lit til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot og notk­un skatta­skjóla. sagði hún stór­ar upp­hæðir þar í gangi. Þá þyrfti að tryggja að stór alþjóðleg fyr­ir­tæki með starf­semi hér myndu borga skatta hér á landi. Að lok­um að séð yrði til þess að þeir sem nýti auðlind­ir þjóðar­inn­ar greiði fyr­ir þær eðli­legt gjald og að hinir rík­ustu borgi hlut­falls­lega meira en aðrir hóp­ar í skatta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert