Dagný Rut Haraldsdóttir, 32 ára gömul tveggja barna móðir, mun verma annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Áður hafði verið greint frá því að Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, myndi leiða listann.
Dagný Rut er lögfræðingur með próf í sáttamiðlun og leigjandi á húsnæðismarkaði sem hefur reiknað það út að fjölskyldan verður u.þ.b. 17 ár að safna sér fyrir útborgun í íbúð, að því er segir í tilkynningu og að hana langi að breyta því. Listann má í heild sjá hér að neðan:
- Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
2. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur félags einstæðra foreldra
3. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri, íþróttakennari og verkefnastjóri
4. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður
6. Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur og stjórnsýslufræðingur
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur
11. Þórður S. Björnsson, bóndi
12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA
14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur
15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari
16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi
17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur
18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Akureyri
20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður