Lilja býður sig fram til varaformanns

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra við komuna á flokksþingið í morgun.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra við komuna á flokksþingið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sæk­ist eft­ir því að verða kjör­in vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþing­inu sem nú stend­ur yfir. Kosn­ing­ar hefjast á flokksþing­inu klukk­an 11:30 og mik­il spenna í lofti enda sækj­ast bæði nú­ver­andi formaður, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, og for­sæt­is­ráðherra og vara­formaður, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, eft­ir embætti for­manns. Auk Lilju hef­ur Eygló Harðardótt­ir vel­ferðarráðherra boðið sig fram til vara­for­manns.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.
Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son


Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stend­ur á tíma­mót­um við upp­haf annarr­ar ald­ar í sögu flokks­ins. Flokks sem mótað hef­ur sam­fé­lagið í hundrað ár og á enn brýnt er­indi við sam­tím­ann, skrif­ar Lilja á Face­book-síðu sína í morg­un.

„Al­ger viðsnún­ing­ur hef­ur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrr­ar sýn­ar og mark­vissr­ar stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Á kjör­tíma­bil­inu hef­ur náðst góður ár­ang­ur á flest­um sviðum og þjóðarskút­an er kom­in á rétt­an kjöl. Hag­vöxt­ur er kröft­ug­ur, at­vinna er næg, staða rík­is­sjóðs er sterk og skuld­ir heim­il­anna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í end­ur­reisn Íslands á und­an­förn­um árum, meðal ann­ars í störf­um mín­um hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, í vinnu­hóp­um um Leiðrétt­ingu og los­un fjár­magns­hafta, sem verk­efn­is­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og nú síðast sem ut­an­rík­is­ráðherra.

Fram und­an eru mjög áhuga­verðir tím­ar, þar sem hægt verður að hrinda í fram­kvæmd mik­il­væg­um sam­fé­lags­verk­efn­um á grunni þess mikla ár­ang­urs sem hef­ur náðst.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mun halda áfram á þeirri veg­ferð að búa til sann­gjarnt sam­fé­lag, þar sem all­ir hafa tæki­færi til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri veg­ferð og þess vegna býð ég mig fram til embætt­is vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyr­ir lands­menn alla fái ég til þess umboð.“

Í frétta­skýr­ingu Agnes­ar Braga­dótt­ur í Morg­un­blaðinu í gær virðist allt í járn­um með það hvor þeirra Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, verður kjör­inn formaður flokks­ins á flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag og deil­ur milli fylk­inga hafa bara harðnað und­an­farna daga.

Af sam­töl­um við fram­sókn­ar­fólk út um land allt í vik­unni, svo og þing­menn flokks­ins og fyrr­ver­andi áhrifa­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um, er ekki hægt að draga aðra álykt­un en þá, að lík­lega verði mjótt á mun­um í for­manns­kjör­inu, og fram­sókn­ar­fólk veðjar ým­ist á Sig­mund Davíð eða Sig­urð Inga.

„Flest­ir þeir sem rætt hef­ur verið við virðast því fylgj­andi að Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra verði kjör­in vara­formaður flokks­ins, og þá er slík afstaða ekki bund­in við það hvort fram­sókn­ar­menn styðja Sig­mund Davíð eða Sig­urð Inga til for­manns. Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hef­ur ákveðið að sækj­ast eft­ir vara­for­mennsku í flokkn­um, verði Sig­urður Ingi kjör­inn formaður,“ seg­ir í frétta­skýr­ingu Agnes­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert