Tekjuhærri leggi meira til samfélagsins

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er hug­ur í fólki og mik­il gleði,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna í sam­tali við mbl.is. Flokks­ráðsfund­ur Vinstri grænna fór fram á Ak­ur­eyri um helg­ina en þar voru samþykkt­ar áhersl­ur flokks­ins í öll­um mála­flokk­um fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar.

Frétt mbl.is: Óvin­sæl rík­is­stjórn í miðju góðæri

Heil­brigðis­kerfið, hús­næðismál, mál­efni ör­yrkja og eldri borg­ara og skóla- og mennta­mál voru meðal ann­ars of­ar­lega á baugi á flokks­ráðsfund­in­um og seg­ir Katrín mjög skýra kröfu að gera þurfi bet­ur hvað varðar þessa mála­flokka.

Frétt mbl.is: Kosn­inga­áhersl­ur Vinstri grænna kynnt­ar

Af­nema greiðsluþátt­töku sjúk­linga í áföng­um

Hvað hús­næðismál­in varðar seg­ir Katrín flokk­inn vera með til­lög­ur um að auka þurfi stofn­fram­lög í þeim mála­flokki í takt við nýtt lagaum­hverfi. „Við vilj­um líka að sveit­ar­fé­lög fái heim­ild­ir til þess að koma á ein­hvers kon­ar tak­mörk­un­um á hækk­un­um leigu­verðs eins og þekk­ist víða í ná­granna­lönd­un­um,“ seg­ir Katrín en sér­stak­lega sé horft til stöðu unga fólks­ins á hús­næðismarkaði.

Þá seg­ir hún umræður um heil­brigðismál vissu­lega hafa verið fyr­ir­ferðar­mikl­ar á fund­in­um. „Við vilj­um byrja ann­ars veg­ar á heilsu­gæsl­unni og hins veg­ar á göngu­deild­um sjúkra­hús­anna, það sé fyrsti áfangi í að taka burt gjald­töku og draga svo jafnt og þétt úr kostnaðarþátt­töku sjúk­linga á kjör­tíma­bil­inu,“ seg­ir Katrín en börn­um og eldri borg­ur­um verði for­gangsraðað hvað það varðar.

Þeir efna­meiri leggi auka­lega til sam­fé­lags­ins

Spurð um stefnu flokks­ins hvað varðar fjár­mögn­un þess­ara verk­efna seg­ir Katrín flokk­inn vera með til­lögu um hvernig hægt sé að auka heimt­ur af auðlind­um. „Það er til dæm­is hægt að gera bara með sér­stök­um auðlinda­gjöld­um. Við leggj­um til að við tök­um aft­ur upp auðlegðarskatt, end­ur­skoðaðan með tals­vert hærra frí­tekju­marki en var,“ seg­ir Katrín.

Þá verði horft til þess að eigna­mesta og tekju­hæsta fólkið leggi auka­lega til sam­fé­lags­ins og auk­in áhersla verði á skatta­eft­ir­lit til að upp­ræta skattaund­an­skot. „Ef það skilaði sér allt þá þyrfti ekki neina nýja skatta,“ út­skýr­ir Katrín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert