Gæti styrkt stöðu flokksins

Sigurður Ingi hafði betur gegn forvera sínum í starfi.
Sigurður Ingi hafði betur gegn forvera sínum í starfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir standa uppi sem sigurvegarar þegar tæpar fjórar vikur eru til þingkosninga.

Þetta gæti gefið Framsóknarflokknum jákvæða athygli og byr undir báða vængi fyrir komandi þingkosningar, en til þess að slíkt geti orðið þurfa stríðandi fylkingar innan flokksins að slíðra sverðin.

Þetta er mat Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði, en framsóknarmenn kusu nýja forystu á flokksþingi sem haldið var í Háskólabíói um helgina. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hlaut 370 atkvæði, eða 52,7 prósent, á móti sitjandi formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem fékk 329 atkvæði. Sigmundur hefur ekki tjáð sig um hvort hann haldi áfram störfum fyrir Framsóknarflokkinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka