„Þingdólgar!“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna séu „dólg­ar“ sem virði ekki lög­gjaf­arþingið. Stjórn­ar­andstaðan gagn­rýndi það harðlega að efnt væri til þing­fund­ar án þess að stjórn­ar­flokk­arn­ir væru bún­ir að ákveða hvaða mál þeir vilji fá af­greidd fyr­ir þinglok.

„Mér finnst óhjá­kvæmi­legt að gera at­huga­semd­ir við það að for­seti efni til þing­fund­ar við þess­ar aðstæður. Í lok síðasta kjör­tíma­bils háttaði til með mjög svipuðum hætti og nú. Þáver­andi stjórn­ar­flokk­ar voru ekki bún­ir að gera það upp við sig hvaða mál þeir vildu fá af­greidd. Þáver­andi þing­for­seti, Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, boðaði bara ekk­ert til þing­funda fyrr en að ljóst var af hálfu stjórn­ar­flokk­anna hvað þeir vildu fá af­greitt. Það er hinn eðli­legi fram­gangs­máti for­seta sem vill standa í lapp­irn­ar gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu og verja lög­gjafaþingið,“ sagði Árni Páll sem gerði at­huga­semd­ir und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta.

Gerði at­huga­semd við orðalag Árna Páls

„Og ég hlýt að kalla eft­ir því að hæst­virt­ur for­seti ljúki sín­um þing­ferli með því að setja þess­um dólg­um, for­ystu­mönn­um stjórn­ar­flokk­anna, sem að ekki koma hér fram með eðli­leg­an...,“ sagði Árni Páll en þá sló Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, í bjöllu sína og gerði at­huga­semd við orðalag Árna. 

„Virðuleg­ur for­seti, það er ekki hægt að kalla menn neitt annað sem ekki virða lög­gjaf­arþingið sam­tals. Menn sem eru bún­ir að lofa sam­tali og efna það ekki vik­um sam­an. Það er ekki hægt að nota neitt annað en orð sem ís­lensk tunga á yfir slíka menn,“ sagði Árni Páll.

Þá heyrðist kallað úr þingsal: „Þingdólg­ar!“

Óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurn­ar­tími er á dag­skrá þings­ins í dag og átti hann að hefjast klukk­an 10:30. Hins veg­ar tafðist sá liður um 45 mín­út­ur vegna at­huga­semda stjórn­ar­and­stæðinga sem voru ósátt­ir við skipu­lag, eða öllu held­ur skipu­lags­leysi, í tengsl­um við þing­störf­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert