Viðsnúningur í rekstri VG

Af­gang­ur var af rekstri Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs árið 2015 en hann nam tæp­um 23 millj­ón­um króna. þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi flokks­ins fyr­ir árið 2015 sem hef­ur verið skilað inn til Rík­is­end­ur­skoðunar. 

„Rekst­ur flokks­ins hef­ur snú­ist til betri veg­ar á síðustu árum, en eft­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2013 glímdi hreyf­ing­in við þung­an fjár­hag og tals­verðar skuld­ir.  Í fram­haldi af því var skorið niður í rekstri, starfs­manna­haldi, eign­ir seld­ar og mikið aðhald var á út­gjöld­um allt kjör­tíma­bilið. Árið 2015 nam af­gang­ur af rekstri VG tæp­um 23 millj­ón­um, eða 22.857.725,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá VG.

„Tekj­ur VG námu sam­tals 54 millj­ón­um, þar af voru fram­lög Alþing­is rúm­lega fjöru­tíu millj­ón­ir, fram­lög ein­stak­linga tæp­ar 9 millj­ón­ir og fram­lög sveit­ar­fé­laga tæp­ar 3,5 millj­ón­ir.  Rekst­ar­gjöld hreyf­ing­ar­inn­ar námu tæp­lega 31 millj­ón,“ seg­ir enn frem­ur.

Þá seg­ir, að VG leigi í dag skrif­stofu und­ir miðlæga starf­semi sína í Kvenna­heim­il­inu Hall­veig­ar­stöðum á Túngötu 14 í Reykja­vík. Einn fast­ur starfsmaður starfar á veg­um hreyf­ing­ar­inn­ar, auk nokk­urra sem ráðnir eru tíma­bundið vegna alþing­is­kosn­ing­anna 29. októ­ber 2016.

Nán­ar á heimasíðu VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka