Sigmundur áfram oddviti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/RAX

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem beið lægri hlut fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í fyrradag, hefur ákveðið að halda áfram sem oddviti Framsóknarflokksins í Norðaustur-kjördæmi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fjölmargir skorað á Sigmund Davíð, allt frá því að niðurstöður formannskosninganna voru ljósar í fyrradag, að halda ótrauður áfram og samkvæmt sömu heimildum hefur hann tekið þá ákvörðun að verða við þeim áskorunum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að tal um að Sigmundur Davíð og hugsanlega Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndu kljúfa flokkinn eigi ekki við rök að styðjast.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, haldi því fram að svindlað hafi verið í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í gær og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert