Segir kosningarnar hafa verið áfall

Sigmundur Davíð á flokksþinginu um helgina.
Sigmundur Davíð á flokksþinginu um helgina. mbl.is/RAX

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son hafa ekki rætt sam­an eft­ir að sá síðar­nefndi bar sig­ur úr být­um í for­manns­kosn­ing­um Fram­sókn­ar­flokks­ins á sunnu­dag. Í viðtali í Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un sagði hann Sig­urð Inga ekki hafa svarað sér fyr­ir kosn­ing­arn­ar, þrátt fyr­ir til­raun­ir af sinni hálfu.

Aðspurður játti hann því að enn væri kalt á milli þeirra tveggja. Þá viður­kenndi hann að kosn­ing­arn­ar hefðu verið hon­um áfall.

„Þetta leit ágæt­lega út þarna á laug­ar­deg­in­um. Svo allt í einu, þegar kom­inn var sunnu­dag­ur og klukk­an orðin ell­efu, þá komu rút­urn­ar og út úr þeim streymdi fjöldi fólks sem ég hef hrein­lega aldrei séð áður, í störf­um mín­um í flokkn­um.“

Þá sagði hann furðumörgu fólki hafa verið vísað frá og það ekki fengið að kjósa.

„Það eru mjög marg­ir bún­ir að hafa sam­band við mig og sagt að þeir hafi ætlað að styðja mig í kosn­ing­un­um, og þeim leyft að inn­rita sig á flokksþingið, en svo ekki leyft að kjósa.“

Ekki val­kost­ur að yf­ir­gefa fólkið

Sig­mund­ur sagði að hann hefði ef til vill verið værukær fyr­ir flokksþingið, enda hefði hann lengi vel ekki bú­ist við for­mannsslag á þing­inu. Til­kynnt hefði verið um fram­boð Sig­urðar Inga til for­manns aðeins tveim­ur klukku­stund­um eft­ir að skrán­ing­ar­frest­ur á þingið var runn­inn út.

Aðspurður sagði hann ekki hafa hvarflað að sér að ganga úr flokkn­um og stofna nýj­an.

„Það var ekki val­kost­ur fyr­ir mig að yf­ir­gefa fólkið í mínu kjör­dæmi, sem er ný­búið að kjósa mig til for­ystu með af­ger­andi meiri­hluta.“

Sig­mund­ur Davíð sagðist ein­mitt stadd­ur á Eg­ils­stöðum, og að þar væri hann ásamt Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur ný­kjörn­um vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert