Sjálfstæðisflokkurinn með 28% fylgi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á landsvísu í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 eða 28,2%. Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,6%.

Þriðji stærsti flokkurinn er Vinstri hreyfingin – grænt framboð með 13,9% fylgi. Ellefu prósent styðja Framsóknarflokkinn samkvæmt skoðanakönnuninni. Samfylkingin mælist með 7,5% og Viðreisn 7,3%. Björt framtíð er með 5,3% og myndi samkvæmt könnuninni ná fulltrúum inn á þing.

Einnig var kannað fylgi stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 25%, Framsóknarflokkurinn 23,8% og Píratar með 17,2%. VG fær 15,3% fylgi, Samfylkingin 9%, Björt framtíð 2,6% og Viðreisn 1,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert