Þvinganir þurfi samþykki öryggisráðsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framsóknarflokkurinn hafnar því að Ísland taki þátt í viðskiptaþvingunum gegn ríkjum í framtíðinni nema þær hafi verið ákveðnar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og enn fremur samþykktar af Alþingi.

Þetta kemur meðal annars fram í samþykktum flokksþings framsóknarmanna í utanríkismálum sem fram fór í byrjun mánaðarins.

Talsverðar deilur urðu hér á landi um þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga sem áður tilheyrði Úkraínu. Þátttaka Íslendinga varð meðal annars til þess að rússnesk stjórnvöld gripu til refsiaðgerða gegn Íslandi.

Viðskiptaþvinganirnar gegn Rússlandi voru ekki samþykktar í öryggisráði SÞ en þar eiga meðal annars Rússar fastan fulltrúa heldur voru þær ákveðnar meðal annars af Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert