Björt framtíð stærri en Samfylkingin

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups eða 22,6%. Píratar koma næstir en fylgi þeirra minnkar um ríflega tvö prósentustig og mælist 18,3%. Greint er frá könnuninni á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð er þriðji stærstur með 14,5% og Viðreisn kemur næst með 12,4%. Framsóknarflokkurinn mælist með 9,8%. Björt framtíð er komin með meira fylgi en Samfylkingin eða 7,7% samanborið við 7,1%.

Fylgi Íslensku þjóðfylkingarinnar er 3,2%, Flokkur fólksins nýtur um 2% fylgis og sama á við um Dögun. Önnur framboð hafa í kringum 1% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist rúmlega 37%.

Skoðanakönnunin var gerð á netinu dagana 3. til 12. október. Heildarúrtaksstærð var 2.870 og þátttökuhlutfall var ríflega 58%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert