„Kemur í sjálfu sér ekki á óvart“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta eru ánægjulegar fréttir,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, inntur viðbragða við nýjustu skoðanakönnun Gallup á fylgi stjórnmálaflokkanna þar sem flokkurinn bætir verulega við sig og mælist með 7,7% fylgi. Meira en Samfylkingin sem mælist með 7,1%.

Frétt mbl.is: Björt framtíð stærri en Samfylkingin

„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda í takt við þá tilfinningu sem við höfum haft,“ segir Óttarr ennfremur. Þegar nær hafi dregið kosningum hafi flokksmenn átt auðveldara með að koma sjónarmiðum Bjartrar framtíðar og stefnu á framfæri. „Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og meðbyr. Við höfum líka lengi verið þeirrar skoðunar að við ættum meira inni.“

Björt framtíð uppfyllti ákveðið tómarúm í landslagi íslenskra stjórnmála sem umbótasinnaður, frjálslyndur miðjuflokkur. „Þannig að þetta eru bara ánægjulegar fréttir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert