Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR með 21,4% fylgi. Bætir við sig tæpu prósentustigi frá fyrri könnun í lok september. Píratar koma næstir með 19,6%. Vinstri hreyfingin – grænt framboð mælist með 14,5% og bæta við sig þremur prósentustigum. Viðreisn er með 19,2% fylgi og tapar á hinn bóginn um tveimur prósentustigum.
Framsóknarflokkurinn mælist með 9,2% fylgi og tapar tveimur prósentustigum. Samfylkingin er með 9,0% sem er nokkurn veginn óbreytt staða. Björt framtíð mælist hins vegar með 8,2% fylgi sem er aukning upp á 3,3 prósentustig. Könnun MMR staðfestir þar með enn frekar fylgisaukningu Bjartrar framtíðar sem aðrar kannanir síðustu daga hafa sýnt.
Aðrir flokkar voru með minna en 3% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 34,1%.
Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 13. október og var heildarfjöldi svarenda 950 einstaklingar, 18 ára og eldri.