„Áhugaverð tilraun“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er at­hygl­is­verð nýj­ung. Það er mjög óvenju­legt að menn leggi til eins kon­ar kosn­inga­banda­lag fyr­ir kosn­ing­ar,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, um boð Pírata til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna.

Frétt mbl.is: Pírat­ar úti­loka stjórn­mála­flokk­ana

„Við eig­um nátt­úru­lega eft­ir að sjá hvort þess­ar viðræður verða og hvað kem­ur út úr þeim. Það er aug­ljóst að þó að snertiflet­ir séu marg­ir á milli flokka, hef­ur manni sýnst stefn­an vera býsna ólík. Þetta er áhuga­verð til­raun, skul­um við segja, sem þau leggja þarna til.“

Opin fyr­ir sam­starfi við alla flokka

Spurður hvort hon­um hugn­ist boð Pírata seg­ir Bene­dikt að eðli­legt væri að at­huga fyrst vilja kjós­enda, áður en gengið sé til viðræðna.

„Við í Viðreisn erum alltaf opin fyr­ir að eiga sam­starf við flokka sem vilja ná sam­stöðu um frjáls­lynda stefnu og kerf­is­breyt­ing­ar, og okk­ur finnst rétt að þjóðin fái að kjósa um skýra val­kosti í þess­um kosn­ing­um. Þar mun­um við bera fram okk­ar stefnu og okk­ur finnst það eðli­legt að kjós­end­ur kveði upp sinn dóm fyrst,“ seg­ir Bene­dikt.

„Eft­ir það erum við til­bú­in í viðræður við alla þá, sem vilja sam­ein­ast um þess­ar rót­tæku kerf­is­breyt­ing­ar, sem við telj­um að verði mjög til batnaðar í sam­fé­lag­inu.

En ég tel það aug­ljóst að breyt­ing­arn­ar sem við erum að boða ná ekki fram að ganga nema við mæt­um til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna með sterkt umboð frá kjós­end­um.“

Bene­dikt seg­ir það mik­il­vægt að áhersl­ur kjós­enda verði gerðar ljós­ar áður en flokk­ar geri mála­miðlan­ir í viðræðum sín á milli.

„Ég reikna með því að flokk­arn­ir verði að gera tölu­verðar mála­miðlan­ir í svona stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum og mér finnst eðli­legt að kjós­end­ur fái að segja sín­ar skoðanir á ómengaðri stefnu fyr­ir fram.“

Útil­oka sam­starf við Þjóðfylk­ingu

Aðspurður seg­ir hann Viðreisn ekki vilja úti­loka sam­starf við neinn flokk.

„En við höf­um nú talið að Þjóðfylk­ing­in sé nú svona býsna fjarri okk­ur og við höf­um því úti­lokað hana. En hún er kannski ólík­leg­ur kost­ur á þingi líka.“

Að lok­um seg­ir Bene­dikt að í raun séu tveir Fram­sókn­ar­flokk­ar í rík­is­stjórn, sem séu orðnir ansi lík­ir hvor öðrum.

„Ég held það sé mjög mik­il­vægt að kjós­end­ur hafi al­vöru val um frjáls­lynd­an stjórn­mála­flokk. Og þar er Viðreisn aug­ljós kost­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert