Standa frammi fyrir skýrum kostum

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjósendur standa frammi fyrir skýrum valkostum í kjölfar þess útspils Pírata að útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, við mbl.is í dag þar sem hann kynnti kosningaáherslur framsóknarmanna ásamt Lilju Alfreðsdóttur, varaformanni flokksins.

Sigurður sagði að annars vegar stæðu kjósendur frammi fyrir afturhvarfi til þeirrar vinstristefnu sem fylgt hafi verið á síðasta kjörtímabili eða samstarfs í anda félagshyggju til eflingar millistéttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka