Standa frammi fyrir skýrum kostum

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjós­end­ur standa frammi fyr­ir skýr­um val­kost­um í kjöl­far þess út­spils Pírata að úti­loka rík­is­stjórn­ar­sam­starf við Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, við mbl.is í dag þar sem hann kynnti kosn­inga­áhersl­ur fram­sókn­ar­manna ásamt Lilju Al­freðsdótt­ur, vara­for­manni flokks­ins.

Sig­urður sagði að ann­ars veg­ar stæðu kjós­end­ur frammi fyr­ir aft­ur­hvarfi til þeirr­ar vinstri­stefnu sem fylgt hafi verið á síðasta kjör­tíma­bili eða sam­starfs í anda fé­lags­hyggju til efl­ing­ar millistétt­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert