Afgerandi útspil Pírata

Grétar Þór Eyþórsson.
Grétar Þór Eyþórsson. mbl.is

Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ef svo breið fylk­ing gengi bund­in til kos­inga væri það eins­dæmi í ís­lenskri stjórn­mála­sögu.  Pírat­ar hafa boðið fjór­um stjórn­mála­flokk­um að funda með sér varðandi mögu­legt stjórn­ar­sam­starf að lokn­um kosn­ing­um og skila svo skýrslu um þær viðræður til kjós­enda þann 27.októ­ber næst kom­andi.  Það eru Björt framtíð, Sam­fylk­ing­in, VG og Viðreisn.

„Við þekkj­um það frá Skandi­nav­íu að þar eru hægri og vinstri blokk­ir og ákveðnir flokk­ar sem til­heyra hverri um sig og lít­il hefð fyr­ir því að menn vinni sam­an þar á milli,“ seg­ir Grét­ar og bend­ir á að á Íslandi hafi flokka­kerfið verið mun opn­ara og flokk­ar unnið sam­an bæði til hægri og vinstri. „Hér hafa flokk­ar alltaf gengið að mestu leyti óbundn­ir til kosn­inga.“ Því sé um að ræða af­ger­andi út­spil hjá Pír­öt­um að tak­marka mögu­leika sína við stjórn­ar­mynd­un að kosn­ing­um lokn­um með þess­um hætti. „Pírat­ar eru 20% flokk­ur eins og staðan er í dag og að hann vilji úti­loka nú­ver­andi stjórn­ar­flokka al­gjör­lega — þá er það farið að hafa áhrif á það hvernig mynd­in teikn­ast upp,“ seg­ir Grét­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert