Afgerandi útspil Pírata

Grétar Þór Eyþórsson.
Grétar Þór Eyþórsson. mbl.is

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið að ef svo breið fylking gengi bundin til kosinga væri það einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu.  Pírat­ar hafa boðið fjórum stjórnmálaflokk­um að funda með sér varðandi mögulegt stjórnarsamstarf að loknum kosningum og skila svo skýrslu um þær viðræður til kjós­enda þann 27.októ­ber næst kom­andi.  Það eru Björt framtíð, Sam­fylk­ing­in, VG og Viðreisn.

„Við þekkjum það frá Skandinavíu að þar eru hægri og vinstri blokkir og ákveðnir flokkar sem tilheyra hverri um sig og lítil hefð fyrir því að menn vinni saman þar á milli,“ segir Grétar og bendir á að á Íslandi hafi flokkakerfið verið mun opnara og flokkar unnið saman bæði til hægri og vinstri. „Hér hafa flokkar alltaf gengið að mestu leyti óbundnir til kosninga.“ Því sé um að ræða afgerandi útspil hjá Pírötum að takmarka möguleika sína við stjórnarmyndun að kosningum loknum með þessum hætti. „Píratar eru 20% flokkur eins og staðan er í dag og að hann vilji útiloka núverandi stjórnarflokka algjörlega — þá er það farið að hafa áhrif á það hvernig myndin teiknast upp,“ segir Grétar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert