Flugvöllur í Vatnsmýri þó að spítali verði á Vífilsstöðum

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leggi áherslu á að byggður verði nýr Land­spít­ali á nýj­um stað þá breyt­ir það ekki af­stöðu flokks­ins til þess að flug­völl­ur­inn eigi að vera áfram í Vatns­mýr­inni.

Þetta staðfesti Lilja Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is. Hún leiðir lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík suður í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Þó að spít­al­inn fari upp á Víf­ilsstaði, eins og við leggj­um til, þá breyt­ir það ekki þeim áform­um. Flug­völl­ur­inn verður áfram í Vatns­mýr­inni,“ sagði Lilja.

Við vilj­um að upp­bygg­ing­in á Land­spít­al­an­um verði kláruð. Við vilj­um að það sé skoðað hvort við get­um farið að reisa nýtt þjóðar­sjúkra­hús sem tek­ur skemmri tíma en það sem er að ger­ast þarna. Það er búið að tala um að reisa nýtt sjúkra­hús þarna í fjölda, fjölda ára og við erum ekki kom­in lengra en þetta,“ bætti Lilja við.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði í síðustu viku fram frum­varp um að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur skuli starf­rækt­ur í Vatns­mýri í Reykja­vík. Þar seg­ir meðal ann­ars: „Er Reykja­vík­ur­flug­völl­ur afar mik­il­væg­ur fyr­ir sjúkra­flug með sjúk­linga af lands­byggðinni á Land­spít­al­ann og þjón­ar sem slík­ur sem miðstöð sjúkra­flugs á land­inu og hef­ur mik­il­vægi hans ít­rekað sann­ast á und­an­förn­um árum.“

Ályktað var á flokksþingi Fram­sókn­ar­manna í byrj­un októ­ber að „vegna þjóðar-, al­menn­ings- og ör­ygg­is­hags­muna legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áherslu á að flug­völl­ur­inn verði áfram í Vatns­mýr­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert